Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 31. 2015 | 13:00

Fowler ver kærustuna

Kærasta Rickie Fowler er Alex Randock og hún er ansi dugleg á félagsmiðlunum.

Þar er hún dugleg að birta myndir af sér og kærastanum og öðrum í lífi sínu.

Alex lenti nú á dögum í því, eftir að hafa birt bikínímynd af sér og systur sinni á Instagram,  að einhver náungi sem kallar sig „fatalsplash“, sem myndin virðist eitthvað hafa farið í taugarnar á sagði um hana:

„What up gold digger, must be nice getting sh*t for free in life and not have to work for it.“

(Lausleg þýðing: „Þvílíkur gullgrafari, það hlýtur að vera fínt að fá hlutina (fallega orðað hér) frítt í lífinu og þurfa ekki að vinna fyrir þeim“)

Fowler er sagður hafa unnið sér inn mörg stig í keppninni „Kærasti ársins“ þegar hann tók upp hanskann fyrir kærustu sína og svaraði „fatalsplash“: „might want to get your facts straight before you talk to my girl friend like that.“ (lausleg þýðing: „Það væri e.t.v. betra að þú værir með staðreyndirnar á hreinu áður en þú talar svona við kærustuna mína.“

Nánar er greint frá samskiptum Fowler kærustuparsins og „fatalsplash“ á Golf Digest, sem má sjá með því að SMELLA HÉR: