Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 11. 2015 | 16:00

Dýr á golfvöllum: Króksi á golfflöt í Flórída

Margir golfvellir bjóða kylfingum upp á náin kynni við náttúruna og náttúrulegt umhverfi þar sem golfvöllurinn er,

Í síðustu viku komust hópur kylfinga á Flórída í einum of náin kynni við dýrin á golfvellinum þar sem þeir voru að spila.

Myakka Pines golfklúbburinn í  Englewood, Flórída, birti myndir á Facebook síðu sinni af aðkomudýrinu, sem var gríðarstór krókódíll, sem gerði sig ansi heimakominn á flöt þar sem 4 manna holl var að spila.

Heilmiklar umræður sköpuðust á Facebook síðunni um hvort myndirnar væru ekta.

Framkvæmdastjóri Myakka Pines, Mickie Zada,  sagði í viðtali á  TheBlaze.com að myndirnar væru „algerlega ektal!“

Þeir (krókódílarni)r færa sig venjulega þegar kylfingar nálgast,“ sagði Zada. „Og við segjum kylfingunum að gleyma því að reyna að ná boltum sínum ef þeir fara í vatnshindrun.“

Hér eru tvær aðrar myndir af Króksa:

Krókódíll á golfvelli