Ragnheiður Jónsdóttir | september. 25. 2014 | 10:30

Dustin Johnson og Paulina Gretzky eiga von á fyrsta barni sínu

Paulina Gretzky, kærasta Dustin Johnson, tilkynnti á Twitter s.l. þriðjudag 23. september að hún væri ófrísk af barni Johnson.

Erlendir fjölmiðlar eru þegar farnir að tala um von sé á „litlum „Great One““ en „The Great One“ er viðurnefni hins verðandi afa, Wayne Gretzky, sem þykir ein albesti íshokkíleik- maður allra tíma.

Hinn verðandi faðir, PGA kylfingurinn Dustin Johnson, hefir verið að koma lífi sínu og heilsu á réttan kjöl eftir að hafa fallið á lyfjaprófi.

Johnson tók sér frí frá PGA mótaröðinni eins og öllum er nú kunnugt til þess að takast á við „persónulega áskoranir.“

Johnson og Paulina Gretzky hafa verið saman frá árinu 2011 og trúlofuðu sig í fyrra, 2013.

Hér að neðan má sjá fyrstu óléttumyndina af Gretzky sem hún tvítaði (t.h.) sem skeytt er saman með annarri af þeim skötuhjúunum (t.v.)

Paulina Gretzky með barni Dustin Johnson

Paulina Gretzky með barni Dustin Johnson