Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 2. 2015 | 08:00

Dufnerhjónin fá lögskilnað

Jason Dufner og eiginkona hans Amanda hafa sótt um lögskilnað.

Hjónin giftust í maí 2012, árið áður en Dufner sigraði á US PGA Championship risamótinu.

Skv. Golf Channel undirrituðu Dufner-hjónin lögskilnaðarsamning þann 16. mars s.l.

Í honum kemur m.a. fram að um hafi verið að ræða „óumflýjanlegt rof hjúskaparins“ og sagði þar að „algerum ósamræmanleika persónuleika aðila væri um að kenna, sem þeir gætu ekki lengur lifað með.“

Amanda er sögð hljóta u.þ.b. $2,5 milljónir (þ.e. u.þ.b. 350 milljónir íslenskra króna) skv. skilnaðarskilmálum, en Jason mun halda tveimur húsum sem þau hjón eiga í Auburn, Alabama.  Dómari er sagður munu undirrita skilnaðarplöggin eftir páska.

Jason og Amanda. Mikið hefir verið gert úr hversu ólík þau hjón séu bæði hvað snertir útlit og nú persónuleika.

Jason og Amanda. Mikið hefir verið gert úr hversu ólík þau hjón séu bæði hvað snertir útlit og nú persónuleika.