Bjarki Pétursson, GB. Foto: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 12. 2015 | 19:00

Bjarki á 4 undir pari 68 höggum – í 11. sæti í Portúgal!!!

Bjarki Pétursson, GB, átti stórglæsilegan hring á Portuguese International Amateur Championship.

Hann lék 2. hring á 4 undir pari, 68 höggum og er í 11. sæti sem hann deilir ásam 5 öðrum!!!  Samtals er Bjarki búinn að spila á samtals 2 undir pari, 142 höggum (74 68).

Gísli Sveinbergs, GK er á samtals pari (74 70) og er T-20 og Axel Bóasson, GK er á samtals 7 yfir pari og T-50.

Kristján Þór Einarsson, GM, komst ekki í gegnum niðurskurð; en veikindi í fjölskyldu Kristjáns Þórs hafa eflaust gert stigameistaranum okkar erfitt fyrir að einbeita sér að keppninni og verulega óvanalegt að sjá hann í þessari stöðu.

Til þess að sjá stöðuna á Portuguese International Amateur Championship SMELLIÐ HÉR:

(Fara þarf hægra meginn á síðuna skrolla niður þar sem segir Resultados)