Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 25. 2016 | 10:00

Best fyrir Rory að vera heiðarlegur

Í Irish News er athyglisverð grein eftir Seamus Maloney.

Sjá má greinina með því að SMELLA HÉR: 

Greinin ber heitið „Honesty is the best policy for Rory McIlroy„, sem útleggst eitthvað á þá leið að það sé best fyrir Rory að vera heiðarlegur.

Umræðuefnið þar eru afsakanir Rory fyrir að taka ekki þátt í Ólympíuleikunum sem hefjast 17. ágúst í næsta mánuði, en þar bar hann fyrir sig Zika vírusinn og hræðslu hans af að smitast af honum þar sem hann ætli sér í náinni framtíð að stofna fjölskyldu með heitkonu sinni, hinni bandarísku Ericu Stoll.

Maloney segir í greininni m.a. að best sé fyrir Rory að vera heiðarlegur: ástæðan að hann taki ekki þátt sé að ekkert verðlaunafé sé í boði á Ólympíuleikunum.