Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 2. 2015 | 07:30

Bandaríska háskólagolfið: Sunna T-5 e. 1. hring á Kiawah Island – Berglind á +6

Sunna Víðisdóttir, GR og Berglind Björnsdóttir, GR taka þátt í Edwin Watts/Kiawah Island Spring Classic, en mótið hófst í gær og fer fram 1.-3. mars 2015.

Leikið er á golfvöllum tveggja golfklúbba Oak Point golfklúbbnum og Osprey golfklúbbnum á Kiawah Island, í Suður-Karólínu.

Sunna er búin að spila á 1 undir pari, 71 höggi.  Hún er í 5. sæti í einstaklingskeppninni, sem hún deilir með 2 öðrum, þ.e.  Ashley Thompson frá Western Carolina háskólanum og Victoria DeGroodt frá So.Carolina Beaufort háskólanum.

Þetta er glæsilegur árangur hjá Sunnu, en  150 þátttakendur  taka þátt í þessu stóra og sterka háskólamóti.  Lið Sunnu, Elon er í 8. sæti af 40 háskólaliðum, sem þátt taka.

Berglind átti byrjun upp á 6 yfir pari, 78 höggum og er sem stendur T-51 en lið Berglindar, UNCG er T-19 í liðakeppninni,  þ.e. deilir 19. sæti með   Rutgers og Charleston Southern.

Til þess að fylgjast með stöðunni á í Edwin Watts/Kiawah Island Spring Classic SMELLIÐ HÉR: