Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 21. 2015 | 18:00

Bandaríska háskólagolfið: Rúnar og Guðrún Brá við keppni í Bandaríkjunum

Rúnar Arnórsson, GK og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK hafa verið að leika með sínum liðum nú um helgina.

Þau eru einsog flestir vita í Háskólum í Bandaríkjunum,

Guðrún spilar fyrir Fresno State og Rúnar fyrir Minnesota.

Nú er talsvert liðið á keppnisárið og styttist í að þau komi aftur á klakann, gaman verður að fylgjast með þeim í sumar.

Rúnar var að ljúka leik með liði sínu Minnesota. Sjá má úrslit úr mótinu með því að SMELLA HÉR: 

Guðrún Brá er að byrjaði í gær, mánudaginn 20.apríl. Fylgjast má með mótinu með því að SMELLA HÉR: