Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Mynd: Björgvin Sigurbergsson
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2015 | 19:19

Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá og Fresno State í 1. sæti á Rose City mótinu e. 1. dag

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og lið hennar Fresno State eru í 1. sæti á Rose City Collegiate mótinu eftir 1. dag.

Mótið fer fram í Langdon Farms GC, dagana 28.-29. september og lýkur nú í kvöd.

Guðrún Brá hefir leikið á 7 yfir pari, (80 71) – byrjaði illa en náði sér aftur á strik með 9 högga sveiflu.

Sem stendur er Guðrún Brá í 20. sæti af 84 keppendum þ.e. í topp-25.

Glæsilegt hjá Guðrúnu Brá og vonandi að henni gangi allt í haginn í kvöld.

Til þess að fylgjast með stöðunni á Rose City Collegiate SMELLIÐ HÉR: