Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 15. 2015 | 20:30

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst sigraði á Seminole Intercollegiate!!!

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og golflið ETSU tóku þátt í Seminole Intercollegiate.

Mótið fór fram á Southwood golfvellinum í Flórída og stóð dagana 13.-15. mars og lauk nú fyrr í dag. Þátttakendur voru 90 frá 17 háskólum.

Guðmundur Ágúst SIGRAÐI GLÆSILEGA Í MÓTINU!!!!

Mynd af verðlaunum Guðmundar Ágústs, sem hann setti á facebook síðu sína. Mynd: Í eigu Guðmundar Ágústs

Mynd af verðlaunum Guðmundar Ágústs, sem hann setti á facebook síðu sína. Mynd: Í eigu Guðmundar Ágústs

Guðmundur átti 3 frábæra hringi undir 70; lék á samtals 17 undir pari, 199 höggum (63 67 69)!!!!  Frábær árangur þetta!!!

Guðmundur Ágúst spilaði síðasta hringinn af miklu öryggi, enda með 7 högga forystu fyrir lokahringinn.  Hann átti 3 högg á næsta keppanda í lok dags.

Lið Guðmundar Ágústs, ETSU, varð í 2. sæti í liðakeppninni.

Sjá má stöðuna á Seminole Intercollegiate með því að SMELLA HÉR:

Næsta mót Guðmundar Ágústs og ETSU er 3. apríl n.k;. Mason Rudolph Championship, í Franklín, Tennessee.