Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 13. 2015 | 23:00

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst í 1. sæti e. 1. hring með glæsihring upp á 63 högg í Flórída!!!

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og golflið ETSU taka þátt í Seminole Intercollegiate.

Mótið fer fram á Southwood golfvellinum í Flórída og stendur dagana 13.-15. mars. Þátttakendur eru 90 frá 17 háskólum.

Guðmundur Ágúst lék 1. hring á 9 undir pari, 63 glæsihöggum!!!!

Á hringnum fékk Guðmundur Ágúst örn, 8 fugla og 1 skolla!!!

ETSU, lið Guðmundar Ágústs, er í 1. sæti af 17 háskólaliðum, sem þátt taka eftir 1. hring.

Fylgjast má með gengi Guðmundar Ágústs og ETSU með því að SMELLA HÉR: