Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 14. 2015 | 20:30

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst enn í forystu e. 2. dag í Flórída – Á 67!!!

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og golflið ETSU taka þátt í Seminole Intercollegiate.

Mótið fer fram á Southwood golfvellinum í Flórída og stendur dagana 13.-15. mars. Þátttakendur eru 90 frá 17 háskólum.

Guðmundur Ágúst er samtals búinn að spila á 14 undir pari 130 höggum (63 67) og er enn í 1. sæti. ETSU, líð Guðmundar Ágústs er einnig í 1. sæti í liðakeppninni

Guðmundur Ágúst lék á 5 undir pari í dag; skilaði skollalausu skorkorti, var með 5 fugla og 13 pör!!!  Hann jók þar með enn forystu sína og er kominn með 7 högga forystu á næsta keppanda.

Frábær árangur hjá Guðmundi Ágústi og vonandi að hann standi uppi sem sigurvegari á morgun!!!

Sjá má stöðuna á  Seminole Intercollegiate með því að SMELLA HÉR: