Allenby-málið verður alltaf skrítnara – Heimilislausa konan með allt aðra útgáfu á hvað gerðist
Fyrir nokkrum dögum fylltust golffréttamiðlar af fréttum um að ástralski kylfingurinn Robert Allenby hefði verið rænt, af mönnum sem hann bar ekki kennsl á, eftir að þeir hefðu barið hann og líklega byrlað honum ólyfjan, honum hefði verið troðið í farangursgeymslu bíls og hent út í skrúðgarði 10 km frá Amuse Wine Bar í miðbæ Honolulu á Hawaii, þar sem heimilislaus kona hefði bjargað honum frá öðrum 2 heimilislausum sem hefðu sparkað í hann og eldri hermaður hefði síðan borgað leigubílsfar fyrir hann á hótel.
Ýmislegt í frásögn Allenby þótti stangast á og sumt var beinlínis rangt; eins og t.d. þegar Allenby sagði að FBI væri að rannsaka málið. FBI hefir borið það af sér. Sumum fannst ekkert til um þetta atriði; af hverju að lá aumingja manninum að hafa sagt rangt til um rannsakendur málsins – hann gæti hafa verið ruglaður og í sjokki eftir þessa skelfilegu lífsreynslu.
En nú er enn ein skekkjan komin upp í frásögn Allenby. Heimilislausa konan, sem að sögn Allenby bjargaði lífi hans, Charade Keane, hefir gefið sig fram við fjölmiðla og hefir allt aðra sögu að segja af atburðum kvöldsins.
Hún segist hafa hitt Allenby á götuhorni við vínbarinn og þar hafi hann reynt að greiða 2 mönnum $ 500 fyrir að skila honum aftur munum sem þeir hafi tekið af honum. Þar sem henni hafi ekki litist á blikuna hafi hún og eldri hermaður sem þar voru reynt að koma Allenby í leigubíl og það hafi tekist.
Hvað með að óþekktir brotamenn hafi slegið Allenby meðvitundarlausan? Hvar passar skrúðgarðurinn þar inn?
Nú liðu 3 tímar frá því Allenby hvarf af vínbarnum, þar til hann kom aftur á hótelið sitt allur skrámaður í andliti, sérstaklega bólginn á vinstra auga.
Lögreglan sem aðrir spyrja sig af því hvað Allenby hafi verið að gera þessa 3 tíma sem liðu, að því gefnu að frásögn Keane sé rétt.
Sumir halda því fram að ef Allenby hafi fengið lyf í drykkinn sinn eða verið barinn þá geti verið að hann hafi bara verið ruglaður þegar hann greindi frá hvað gerst hefði. Það eru bara alltaf fleiri og fleiri þættir að koma fram, sem ekki passa.
Á móti má spyrja hvað heimilislaus kona hafi af því að ljúgja? Allenby er þegar kominn með svarið við þeirri spurningu. Hann segir að einhver hljóti að hafa borgað konunni fyrir að greina rangt frá. Eftir allt hún er bara heimilislaus og því hljóti það sem hún segir að vera ósatt!
Hvað er rétt í þessu er verið að reyna að finna út; en það koma alltaf fram fleiri atriði sem ekki stemma og þar sem er reykur er oftast eldur.
Sjá má viðtal News 9 við heimilislausu konuna og fleira tengdu þessu skrítna Allanby-máli með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
