Ragnheiður Jónsdóttir | október. 8. 2016 | 19:45

15 kynþokkafyllstu kvenkylfingar ársins 2016

Vefsíðan Sportster hefir tekið saman, þær sem að þess áliti eru 15 kynþokkafyllstu kvenkylfingar ársins 2016.

Ár eftir ár hefir Blair O´Neal verið valin sú kynþokkafyllsta, en í ár dettur hún af stallinum.

Nýliði hefir tekið sæti O´Neal, þótt skiptar skoðanir séu nú á því, Kathleen Ekey.

Athygli vekur hversu lítil endurnýjun er á listanum og þeir sem taka þá saman e.t.v. ekki nógu vel að sér um alla nýju kynþokkafullu nýliðana í kvennagolfinu. M.a.s. Natalie Gulbis er á listanum þó tveir þeir þaulsætnustu séu ekki þar á meðal í ár þ.e. hin bandaríska Michelle Wie og Anna Rawson frá Ástralíu.

En sitt sýnist hverjum. Sjá má samantekt Sportster með því að SMELLA HÉR: