Fitness stælarnir í Player skemmdu Masters-upplifunina fyrir sumum áhorfendum
The Masters risamótið, sem er nýlokið, á sér sérstakan sess í golfinu – það er í raun fyrsti vísir þess að vorið og þar með golftímabilið sé að hefjast aftur.
Og það eru allskyns íhaldsamar hefðir sem gaman er að er haldið í t.a.m. sú staðreynd að áhorfendur að þessu fyrsta risamóti ársins eru enn kallaðir „patrons.“
Eitt af því sem líka er hefð er að fá golfgoðsagnirnar þrjár, Arnold Palmer, Jack Nicklaus og Gary Player til þess að taka heiðursupphafsdræv mótsins.
Og í ár var auðvitað ekki vikið frá þessari hefð.
Nema hvað að í ár fannst sumum Gary Player skemma upplifunina af The Masters fyrir sér s.s. segir m.a. í The Irish Independent, en hér fer smá útdráttur úr grein sem birtist um risamótið og Player:
„This year, Palmer and Nicklaus were joined by Gary Player, which would have been fine if the South African’s vanity could have been suspended for the moment. But Player seems determined to broadcast his fitness to the world, engaging in a series of antics designed to illustrate his flexibility.
It was all rather pathetic to behold, an old man looking to distance himself from his unamused contemporaries.“
(Lausleg þýðing: Á þessu ári var Gary Player með þeim Palmer og Nicklaus, sem myndi hafa verið fínt ef hægt hefði verið að leggja til hliðar hégómagirni þess suður-afríska (Player) eitt andartak. En Player virtist ákveðinn í því að útvarpa hreysti sinni til heimsins, og sýndi röð furðulegra tilburða (í fyrirsögn kallaðir fitness stælar) til þess að sýna fram á liðleika sinn. Það var fremur aukunarvert að verða vitni að því að sjá gamlan mann fjarlægja sjálfan sig frá samtímamönnum sínum, sem var lítt skemmt.“
Það sem Palmer gerði var t.a.m. að sparka út í loftið (ens. „to kick off the tournament) þ.e. til að hefja mótið; svo hnykklaði hann handleggsvöðvana til þess að vekja athygli á hreysti sinni og fleira í þessum dúr sem virðist hafa farið fyrir brjóstið á þeim hjá The Irish Indipendent – Sjá að nokkru í þessu myndskeiði SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
