Ragnheiður Jónsdóttir | september. 19. 2016 | 10:00

11 „staðreyndir“ og „ráð“ í golfi

Hér á eftir fara 11 „staðreyndir“ og „ráð“ í golfi:
1 Golfleikur fer 90% fram í huganum, hin 10 % fer líka fram í huganum.

2 Ef þú vilt bæta golfleik þinn, farðu aftur í tímann og byrjaðu að spila sem barn.

3 Þar sem slæm högg koma alltaf þrjú í röð, þá er 4. höggið í raun byrjun á næstu röð af 3 höggum.

4 Ef þú lítur upp og slærð slæmt högg, þá muntu alltaf líta niður aftur á það augnablik, sem þú ættir að hafa litið á boltann, ef þú vilt sjá hann aftur.

5 Allar breytingar á golfleik duga í hæsta lagi á fyrstu 3. holunum og í það minnsta alls ekki.

6 Hversu illa sem þú spilar, þá geturðu alltaf spilað verr.

7 Aldrei hugsa meir en 300 hugsanir þegar þú tekur sveiflu.

8 Þegar slá þarf yfir vatnstorfæru þá er annaðhvort hægt að taka hærra nr. á kylfu eða taka 2 bolta.

9 Golfkeppni er þolraun á hæfni þinni gegn heppni andstæðingsins.

10 Til að reikna út hraða á framsveiflu kylfings þá verður að margfalda baksveifluna með forgjöfinni. Dæmi: baksveifla 20 km/klst, forgjöf 15, þá er framsveiflan 600 km/klst.

11 “Post-birdie-syndrome”: Í hvert sinn sem kylfingi tekst að fá fugl, fær hann 2 skramba til þess að ná aftur tengslum við grunnjafnvægi alheimsins.