Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 22. 2018 | 08:00

Wise bað móður sína að fara út úr herbergi sem þau voru í

Það eru fáir 21 árs menn sem hafa átt betri helgi en Aaron Wise.

Hann sigraði á AT&T Byron Nelson mótinu og halaði inn $1,386,000 (145,5 milljónir íslenskra króna) á golfvelli Trinity Forest hjá Dallas, Texas.  Það sem er þó e.t.v. enn betra er að hann fær keppnisrétt á PGA Tour í 2 ár, sem veitir honum færi á að koma sér vel fyrir á túrnum.

Svo sem flestir vita þá var Wise jafn öðrum á eftir Jason Day á Quail Hollow fyrr í mánuðnum. Nú hins vegar náði hann að vera á 65 höggum á lokahringnum og náði þar með að vera samtals á 23 undir pari og var 3 höggum betri en hinn reyndi ástralski kylfingur Marc Leishman, sem búinn var að vera í forystu allt mótið.

Wise svaf illa fyrir lokahringinn því hugur hans var farinn að snúast um „hvað ef“ ímyndanir, m.ö.o. hugsaði hann um hvað ef hann myndi sigra í mótinu?

Svona hugsanir eru slæmar fyrir einbeitinguna. Ekki batnaði málið þegar hann fékk sms, þar sem sagði daginn eftir að fresta þyrfti mótinu um 4 tíma vegna rigninga. Móðir hans Karla kom þá til hans og talaði við hann um hvað annað en …. hvað ef hann ynni …

Wise bað hana að fara út úr herberginu.

Hún fór og sinnti eigin málum um stund. Ég gat þá hætt að hugsa svona hugsanir og komið mér aftur „in the zone“ …. allt eftir það var bara „business as usual“ fyrir mig,“ sagði Wise við fréttamenn eftir sigurhringinn.

Mæðginin fögnuðu að vonum vel að loknum sigrinum, sem bæði höfðu verið að velta fyrir sér.