Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 4. 2012 | 16:00

Viðtalið: Julien Bacqués, frá Frakklandi

Í blálok síðasta árs var hér á Golf 1 sagt frá Cádiz Cup, sem fram fór í Arcos Gardens, 5. maí 2011.  Mótið er boðsmót, þar sem boðið er golffréttamönnum og fulltrúum golfferðaskrifstofa. Af hálfu Íslands var Heimsferðum og Golf1.is boðið að þessu sinni. Golf 1 tók viðtöl við 7 þátttakendur í Cadiz Cup, sem komu víðsvegar að frá Evrópu. Tvö þessara viðtala hafa þegar birtst, þ.e. við Krizstinu Batta, tvöfaldan meistara áhugamanna í Ungverjalandi og Mauricio Veloccia, golfkennara á Ítalíu. Hér birtist 3. viðtalið við Frakkann Julien Bacqués, sem búsettur er í Austurríki.

Fullt nafn: Julien Bacqués.

Hvar fæddistu?  Í Nantes, Frakklandi, 14. nóvember 1976.

Hvar ertu alinn upp?  Ég þvældist milli Nantes og Korsíku þegar ég var að alast upp, svo dró ástin mig til Austurríkis, 1998.

Hverjar eru fjölskylduaðstæður? Ég er í sambúð og á 1 son.

Hvenær byrjaðir þú í golfi?  Ég byrjaði í golfi 2004 og er því búinn að spila í 7 ár.

Hvað varð til þess að þú byrjaðir í golfi? Það var vegna vinar bestu vinkonu, vinkonu minnar, hann dró mig með sér í golf og ég steinlá fyrir því – €300 evru (u.þ.b. 50.000 ísl kr.) sett var bara keypt sömu vikuna og ég fékk að prófa fyrst.

Hvað starfar þú?  Ég starfa á golfferðaskrifstofu í Austurríki – TGR Golfreisen – sé um sölu- og markaðsmál þar. Við erum með ferðir um allan heim.

Hvort líkar þér betur við skógar- eða strandvelli? Strandvelli – vegna þess að þeir eru ekki til í Austurríki.

Kirkjan í María Lankowitz – Það er gullfallegt þar á vorin… og golfvöllurinn er víst frábær líka!

Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir í Austurríki? Golfvöllurinn Maria Lankowitz í Steiermark. Það er góð blanda af frábæru útsýni frá golfvellinum, góðu eldhúsi og það sem er mikilvægast mér líður svo vel þar. Sjá má umsögn um golfvöllinn með því að smella HÉR: 

Klúbbhús Maria Lankowitz golfklúbbsins í Austurríki – þar sem uppáhaldsgolfvöllur Julien Bacques er.

Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir hvar sem er í heiminum?  Uppáhaldsgolfvöllurinn minn hvar sem er í heiminum? Það er Kingsbarns (St. Andrews).

Hvert er lægsta skorið þitt í golfi og hvar/á hvaða velli náðir þú því?  Það er 75 í  Bad Waltersdorf.

Hefir þú tekið þátt í öðrum íþróttum?  Já, ég spilaði blak í Frakklandi og var m.a. meistari með skólaliði mínu þar.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn, uppáhaldsdrykkur, uppáhaldstónlist, uppáhaldskvikmynd og uppáhaldsbók? Uppáhaldsmaturinn er Spaghetti Carbonara-ið hjá konunni; uppáhaldsdrykkurinn er vatn; uppáhaldstónlist er allt með U2; uppáhaldskvikmyndin er frönsk „Le Diner de Con” uppáhaldsbókin mín var bókin sem ég fékk í 18 ára afmælisgjöf og er um mig, heitir Julien Bacqués.

Hver er uppáhaldskylfingurinn þinn, nefndu 1 kvenkylfing og 1 karlkylfing? Kk: Phil Mickelson.  Kvk:  Natalie Gulbis.

Hver er austurríski uppáhaldskylfingurinn þinn, nefndu 1 kven – og 1 karlkylfing? Kk. Martin Wiegeler og kvk: kærestan mín.

Hvað ertu með í forgjöf: 12,6.

Hvað er í pokanum hjá þér og hver er uppáhaldskylfan þín? Í pokanum hjá mér er: R-9 TaylorMade dræver, TaylorMade tré, Titleist járn og Odyssey pútter. Uppáhaldskylfan er pútterinn minn.

Hvert er meginmarkmiðið í lífinu? Að verða hamingjusamur.

Hvað finnst þér best við golfið?   Það er athvarf frá öllu stressi.

Hver er besti árangur þinn í golfinu til þessa? Þegar ég var kominn -3 undir par eftir 2 holur á móti í Lignano 2010, en niðurstaðan í mótinu varð samt allt önnur. Svo fékk ég 54 punkta á fyrsta mótinu, sem ég tók þátt í 2004.