Viðtalið: Henning Darri Þórðarson, GK.
Viðtalið í kvöld er við 13 ára strák Henning Darra Þórðarson úr Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði, sem svo sannarlega sló í gegn á Unglingamótaröð Arion banka s.l. helgi. Samtals spilaði Henning Darri á -2 undir pari, samtals 142 höggum (72 70). Þetta var næstbesta skorið í öllu mótinu og kemur hjá þeim sem spilar í yngsta aldursflokknum, þ.e. flokki 14 ára og yngri stráka! Á seinni degi mótsins átti Henning Darri frábæran hring, þar sem hann spilaði Garðavöll á -2 undir pari, 70 höggum. Skyldi þetta vera eini hringur Hennings Darra undir pari? Það og ýmislegt fróðlegt kemur fram í eftirfarandi viðtali:
Fullt nafn: Henning Darri Þórðarson.
Klúbbur: Keilir í Hafnarfirði.
Hvar og hvenær fæddistu? Ég fæddist í Reykjarvík, 20 júlí 1998.
Hvar ertu alinn upp? Í Hafnarfirði.
Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf? Mamma, pabbi og ég á 2 bræður. Pabbi, stóri bróðir minn og Afi spila golf.
Hvenær byrjaðir þú í golfi? Ég fékk fyrstu kyllfurnar 2 ára.
Hvað varð til þess að þú byrjaðir í golfi? Þegar ég fékk fyrstu kylfurnar, var ekki aftur snúið.
Í hvaða skóla ertu? Í Hvaleyrarskóla.
Nú varstu á næstbesta skorinu uppi á Skaga nú um helgina á Unglingamótaröð Arion banka – hvernig verður maður svona góður í golfi eins og þú? Með því að æfa mikið.
Er þetta í fyrsta skipti sem þú sigrar á golfmóti? Nei.
Lýstu tilfinningunni þegar ljóst var að þú hefðir unnið? Frábær tilfining.
Hver eru markmiðin fyrir sumarið – ætlar þú ekki að keppa áfram í mótaröðinni? Markmiðið mitt er að komast undir 6 í forgjöf. Jú, klárlega ætla ég að halda áfram í mótaröðinni.
Hvað æfir þú mikið á dag? Á veturnar æfi ég reglulega, en á sumrin æfi ég á hverjum degi.
Hvort líkar þér betur við skógar- eða strandvelli? Skógarvelli.
Hvort líkar þér betur holukeppni eða höggleikur? Höggleikur.
Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir á Íslandi? Hvaleyrin og Öndverðarnesvöllur.
Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir hvar sem er í heiminum? Costa Ballena.
Hvað ertu með í forgjöf? 6,4.
Hvert er lægsta skorið þitt í golfi og hvar/á hvaða velli náðir þú því? 70 bæði í Keili og á Garðavelli.
Hvert er helsta afrekið þitt til dagsins í dag í golfinu? Að spila undir parinu.
Hefir þú farið holu í höggi? Nei, ekki enn.
Hvaða nesti ertu með í pokanum? Samlokur frá pabba,ávexti og safa.
Hefir þú tekið þátt í öðrum íþróttum? Já, körfubolta og fótbolta.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn og uppáhaldsdrykkur? Maturinn hennar mömmu og vatn.
Hver er uppáhaldskylfingurinn þinn nefndu 1 kvenkylfing og 1 karlkylfing? Tiger Woods og Sylvía B. Gústafs.
Hvert er draumahollið? Tiger Woods, Phil Mickelson og Rory Mcillroy.
Hvað er í pokanum hjá þér og hver er uppáhaldskylfan þín? Scotty Cameron pútter Titleist 52°-58° Mizuno P-9-8-7-6-5-4, Ping 19° Hybride Nike 17° 4 tré og Taylormade R11 Driver, Pútterinn er í uppáhaldi.
Hefir þú verið hjá golfkennara? Já.
Ertu hjátrúarfullur? Nei, ég mundi ekki segja það.
Hvert er meginmarkmið í golfinu og í lífinu? Komast út í háskóla læra og spila golf og láta bara gott af mér leiða í lífinu.
Hvað finnst þér best við golfið? Fjölbreyttnin, alltaf að læra eitthvað nýtt.
Hversu há prósenta af golfinu hjá þér er andleg (í keppnum)? 40 % mundi ég segja.
Ertu með gott ráð sem þú getur gefið kylfingum? Æfa, æfa, æfa.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024