Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 16. 2013 | 09:45

US Open: Mickelson enn efstur

Það er Phil Mickelson sem er efstur á 113. US Open mótinu í Pennsylvaníu eftir 3. hring og nú er spurningin bara hvort honum takist að halda forystunni í kvöld og sigra 1. US Open mótið sitt eftir að hafa verið metfjölda eða  5 sinnum í 2. sæti á þessu erfiða risamóti.

Mickelson er samtals búinn að spila á 1 undir pari, 209 höggum (67 72 70).

Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir eru 3 kylfingar sem allir eiga eftir að vinna US Open risamót: Hunter Mahan, Steve Stricker og Charl Schwartzel, sem allir eru á sléttu pari.

Fimmta sætinu deila síðan Luke Donald, Justin Rose og Billy Horschel, sem allir eiga eftir að sigra á 1. risamótinu sínu.

Hér má sjá myndskeið af viðtali við Mickelson eftir 3. hring US Open SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá stöðuna fyrir lokahring US Open þ.e. eftir 3. hring US Open SMELLIÐ HÉR: