GA: Geir Kristinn Aðalsteinsson og Heimir Árnason – Team Vodafone vann firmakeppni GA 2011
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 27. 2011 | 15:00

Úrslit: Vodafone vann firmakeppni GA 2011

Það voru yfir 60 fyrirtæki sem voru skráð til leiks í Firmakeppni Golfklúbbs Akureyrar sem fram fór s.l. sunnudag, 25. september.  Spilaður var betri bolti og 9 holur fyrir hvert fyrirtæki.

Það voru þeir Geir Kristinn Aðalsteinsson framkvæmdastjóri Vodafone á Akureyri og félagi hans Heimir Árnason sem spiluðu fyrir Vodafone og sigruðu á 25 punktum.

Í öðru sæti var Skýrr/EJS en það voru Guðlaug María Óskarsdóttir og Hallur Guðmundsson sem spiluðu fyrir þá og fengu þau 24 punkta.

Síðan komu nokkur fyrirtæki með 23 og 22 punkta.

Nú er það Vodafone hér á Akureyri sem fær að nafn sitt á þennan elsta og verðmætasta bikar í eigu klúbbsins, sem gefinn var af Helga Skúlasyni augnlækni – hefir verið spilað um hann síðan 1945 en þá vann Smjörlíkisgerð KEA.

Boðið var upp á kaffi og glæsilegt kökuhlaðborð í mótslok.

Heimild: gagolf.is