
Úrslit: Vodafone vann firmakeppni GA 2011
Það voru yfir 60 fyrirtæki sem voru skráð til leiks í Firmakeppni Golfklúbbs Akureyrar sem fram fór s.l. sunnudag, 25. september. Spilaður var betri bolti og 9 holur fyrir hvert fyrirtæki.
Það voru þeir Geir Kristinn Aðalsteinsson framkvæmdastjóri Vodafone á Akureyri og félagi hans Heimir Árnason sem spiluðu fyrir Vodafone og sigruðu á 25 punktum.
Í öðru sæti var Skýrr/EJS en það voru Guðlaug María Óskarsdóttir og Hallur Guðmundsson sem spiluðu fyrir þá og fengu þau 24 punkta.
Síðan komu nokkur fyrirtæki með 23 og 22 punkta.
Nú er það Vodafone hér á Akureyri sem fær að nafn sitt á þennan elsta og verðmætasta bikar í eigu klúbbsins, sem gefinn var af Helga Skúlasyni augnlækni – hefir verið spilað um hann síðan 1945 en þá vann Smjörlíkisgerð KEA.
Boðið var upp á kaffi og glæsilegt kökuhlaðborð í mótslok.
Heimild: gagolf.is
- mars. 31. 2023 | 16:30 Gary Player þarf að „grátbiðja“ til að fá að spila á Augusta National
- mars. 26. 2023 | 23:24 PGA: Sam Burns sigraði í WGC-Dell holukeppninni
- mars. 23. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kristín Sigurbergsdóttir – 23. mars 2023
- mars. 22. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Peter McEvoy og Davíð Arthur Friðriksson – 22. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stewart Cink ——– 21. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 15:00 Next Golf Tour: Sigurður Arnar sigraði á Adare Manor!!!
- mars. 20. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Arjun Atwal ——– 20. mars 2023
- mars. 20. 2023 | 08:45 Champions: Ernie Els sigraði á Hoag Classic
- mars. 20. 2023 | 08:00 LIV: Danny Lee sigraði í LIV Golf – Tucson
- mars. 19. 2023 | 22:30 PGA: Taylor Moore sigraði á Valspar
- mars. 19. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Kristín Bachmann – 19. mars 2023
- mars. 19. 2023 | 14:00 PGA: Adam Schenk leiðir f. lokahring Valspar m/Fleetwood og Spieth á hælunum
- mars. 18. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (11/2023)
- mars. 18. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bragi Brynjarsson og Marousa Polias – 18. mars 2023
- mars. 18. 2023 | 15:00 LET: Pauline Roussin-Bouchard sigraði í einstaklingskeppni Aramco Team Series – Singapore