Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2011 | 14:30

Tiger tekur þátt í Chevron mótinu

Tiger Woods hefir staðfest að hann muni taka þátt í sínu eiginn móti í desember og viðurkennir að hann sé að einbeita sér að því að vinna sig upp heimslistann að nýju.

Þessi 14 faldi meistari risamóta er gestgjafi á World Chevron Challenge á hverju keppnistímabili, en þetta er mót 18 bestu, sem fram fer í  Sherwood Country Club í Kaliforníu.

Í mótinu taka einungis þátt þeir sem eru meðal topp 50 á heimslistanum og Woods var heppinn að hafa verið í 49. sætinu í lok september, þegar lokað var fyrir skráningu í mótið.

Tiger kemur til með að spila á Opna ástralska og Forsetabikarnum áður en hann tekur þátt í Chevron, en það mót er dagana 1.-4. desember.

„Þetta er ansi annasamur tími fyrir mikið af strákunum, það er mikið af mótum um allan heim,“ sagði Woods, sem tapaði naumlega fyrir Graeme McDowell í eiginn móti í fyrra.

„Ég var með stig frá árinu 2009. Það var ágætis ár – ég held ég hafi sigrað 7 sinnum á mótum um allan heim. Þessi stig eru óðum að hverfa. Því miður hafa þau farið allt og fljótt. Góðu fréttirnar eru þær að með því að spila á næsta ári, tapast engin stig, þannig að ég get byrjað að safna þeim aftur.“

„Við erum heppin að hafa þessa miklu breidd keppenda. Mótið telur á heimslistanum. En umfram allt vil ég þakka nefndinni fyrir að velja mig til þess að keppa í mótinu. Þakka ykkur, ég virkilega met það mikils!“

 

Klifið upp heimslistann

Tiger er nú í 52. sæti heimslistans og hann viðurkenndi að hann hefði að mestu leyti átt keppnistímabil á árinu 2011, sem vert væri að gleyma, en vonaðist eftir meiri stöðugleika hjá sér á næsta ári.

„Því miður hefir þetta verið eitt af þessum pirrandi árum vegna þess að ég hef verið meiddur svo lengi,“ hélt hann áfram.

„Ég hef misst af flestum mótum, sem gefa mörg stig. Ég spilaði ekki í stórum mótum, ég spilaði ekki vel á World Golf Championship , ég spilaði ekki  í Akron og ég komst ekki í gegnum niðurskurð á PGA Championship, þannig að þetta eru 4 stór mót.

„Jafnvel á the Players – ég spilaði aðeins 9 holur – þannig að þetta eru mót sem veita mörg stig og ég fékk engin.“

Þeir sem taka þátt í World Chevron Challenge eru: Steve Stricker, Dustin Johnson, Jason Day, Matt Kuchar, Nick Watney, Webb Simpson, Bubba Watson, K.J. Choi, David Toms, Paul Casey, Hunter Mahan, Jim Furyk, Brandt Snedeker, Keegan Bradley, Martin Laird, Zach Johnson, Tiger Woods and Bill Haas.

Heimild: Sky Sports