Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 28. 2017 | 12:00

Tiger segir nútíma golfbolta fljúga of langt fyrir eldri golfvellina

Árið 2001, eftir að Tiger Woods hafði sigrað fyrsta græna jakkann sinn á Masters risamótinu, 1997 þá töldu þeir á  Augusta National þegar að völlurinn væri orðinn of auðveldur fyrir hinn unga hæfileikaríka kylfing (Tiger) og aðrar sleggjur PGA Tour.

Það er auðvelt að sjá af hverju: Tiger vann fyrsta Masters risamót sitt (1997) með 18 undir pari í 72 holu móti (á Masters) og það er met sem engum hefir tekist að slá til þessa … og hann vann annað Masters risamót sitt 2001 á samtals 16 undir pari.

Árið eftir, fyrir 2002 Masters var völlurinn lengdur … en Tiger vann aftur … að vísu var sigurskorið aðeins 12 undir pari. Árin þar á eftir var trjám bætt við á vellinum, teigar færðir aftur, röffið var látið vera hærra og brautir voru þrengdar og 2006 var völlurinn aftur lengdur. Í dag er Augusta National 7.435 yarda (6.798 metrar) sem er 500 yördum (457 metrum) lengri en þegar Tiger vann fyrst Masters, fyrir 20 árum.

Augusta var ekki eini golfstaðurinn, sem var stöðugt að gera völlinn „Tiger hæfan“; aðrir staðir þar sem mót voru haldin gerðu það líka og jafnvel eftir að ferill Tigers tók að dala vegna meiðsla. Árið 2009 var t.a.m Road Hole á St. Andrews lengd úr 465 yördum (425 metrum) — sem var lengd holunnar í meira en öld — í 490 yarda (448 metra) “til þess að gera hana að nýju krefjandi“ s.s. fram kom í fréttatilkynningu frá  the Royal and Ancient Club.

En nú heldur Tiger því fram að það séu ekki sleggjurnar sem séu vandinn. Það sé boltinn!

Við verðum að gera eitthvað varðandi golfboltana.“ sagði Tiger nýliga á podcasti þjálfara kvennaliðs U-Conn, Geno Auriemma.

Mér finnst þeir (golfboltarnir) bara fljúga of langt, og ef byggja á meistaramótsvöll þá verða þeir að vera 7,400 – 7,800 yarda (6766-7132 metra) langir.

Og ef leikurinn heldur áfram að þróast með aukinni tækni þá tel ég að 8.000 yarda (7315 metra) golfvellir séu skammt undan. Og það er ansi ógnvænlegt vegna þess að við höfum ekki nógu miklar landareignir itl þess að hanna þessháttar golfvelli og það gerir þetta allt miklu flóknara.“

Tiger er ekki sá fyrsti sem gagnrýnir hversu langt nútíma golfboltar fljúga, Jack Nicklaus hefir gert það líka.

Tiger er líkt og Nicklaus í golfvallarhönun, þannig að auðvitað vill hann ekki þurfa að fjárfesta í stærri landareignum.

Varðandi lengd sína af teig nú eftir uppskurðina sagði Tiger loks: „Ég trúi ekki hversu langt ég slæ golfboltann. Ég er aftur farinn að slá fulla lengd. Ég gerði mér ekki grein fyrir hversu mikið ég var búinn að tapa í lengd vegna bakverkjar en nú þegar ég er farinn að slá aftur venjlega tek ég eftir muninum.“