Tiger heldur blaðamannafund í dag – fyrsta sinn eftir kynþáttafordóma Steve Williams
Tiger Woods heldur fyrsta blaðamannafund sinn í dag, mánudag, þann fyrsta eftir að fyrrum kylfusveinn hans, Steve Williams varð með kynþáttafordóma í hans garð.
Það er óljóst hvort fyrrum nr. 1 á heimslistanum (Tiger Woods) muni tjá sig um málið á fundinum í Sydney (sem fara á fram kl. 11:30 að íslenskum tíma) en á dagskrá er að ræða Australian Open sem framundan er.
Ný-Sjálendingurinn Steve Williams lét ummælin falla um Tiger á kaddýkvöldi í Shanghai s.l. föstudag, en Steve var þá að bera kylfur fyrir Ástralann Adam Scott, á WGC-HSBC Champions mótinu, en hafði verið látinn taka pokann sinn hjá Tiger í júlí.
Þrátt fyrir að International Federation of PGA Tours hafi látið fara frá sér fréttatilkynningu þar sem ummæli Steve Williams voru fordæmd sem „algerlega óásættanleg“ ætla hvorki samtökin né Adam Scott að refsa Williams.
Haft er eftir Adam Scott í Daily Telegraph í morgun: „Ég sé ekki að þetta verði mikið mál í framtíðinni. Frá mínum bæjardyrum séð og styrktaraðilum mínum er málið lagt til hvílu. Ég hef ekkert meira að segja um það við neinn. Þannig, ég held bara áfram.“
Annar Ástrali, Greg Norman, hefir líka varið Willimas.
„Steve er ekki kynþáttahatari,“ sagði Norman, sem hafði Steve Williams á pokanum hjá sér um tíma.
„Við segjum líklega öll einhverja vitleysu á vitlausum tímum. Því miður urðu vitleysisummæli hans alþjóðlegar fréttir. Ég veit að hann sér líklega eftir að hafa sagt þetta. En ég fullyrði að í þessu herbergi þetta kvöld voru eflaust þungbærari pillur sem fuku.“
Heimild: Sky Sports
- október. 1. 2023 | 16:16 Ryder Cup 2023: Áhangendur streymdu á Marco Simone eftir sigur liðs Evrópu 16,5-11,5
- október. 1. 2023 | 15:40 Ryder Cup 2023: Fleetwood innsiglar sigur liðs Evrópu!!!
- október. 1. 2023 | 15:10 Ryder Cup 2023: Hovland, Rory og Hatton unnu sínar viðureignir – Rahm hélt jöfnu – Vantar bara 1/2 stig núna!!!
- október. 1. 2023 | 12:00 Ryder Cup 2023: Tvímenningsleikir sunnudagsins
- október. 1. 2023 | 08:00 Ryder Cup 2023: Evrópa 10,5 – Bandaríkin 5,5 e. 2. dag
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023