Tiger heldur blaðamannafund í dag – fyrsta sinn eftir kynþáttafordóma Steve Williams
Tiger Woods heldur fyrsta blaðamannafund sinn í dag, mánudag, þann fyrsta eftir að fyrrum kylfusveinn hans, Steve Williams varð með kynþáttafordóma í hans garð.
Það er óljóst hvort fyrrum nr. 1 á heimslistanum (Tiger Woods) muni tjá sig um málið á fundinum í Sydney (sem fara á fram kl. 11:30 að íslenskum tíma) en á dagskrá er að ræða Australian Open sem framundan er.
Ný-Sjálendingurinn Steve Williams lét ummælin falla um Tiger á kaddýkvöldi í Shanghai s.l. föstudag, en Steve var þá að bera kylfur fyrir Ástralann Adam Scott, á WGC-HSBC Champions mótinu, en hafði verið látinn taka pokann sinn hjá Tiger í júlí.
Þrátt fyrir að International Federation of PGA Tours hafi látið fara frá sér fréttatilkynningu þar sem ummæli Steve Williams voru fordæmd sem „algerlega óásættanleg“ ætla hvorki samtökin né Adam Scott að refsa Williams.
Haft er eftir Adam Scott í Daily Telegraph í morgun: „Ég sé ekki að þetta verði mikið mál í framtíðinni. Frá mínum bæjardyrum séð og styrktaraðilum mínum er málið lagt til hvílu. Ég hef ekkert meira að segja um það við neinn. Þannig, ég held bara áfram.“
Annar Ástrali, Greg Norman, hefir líka varið Willimas.
„Steve er ekki kynþáttahatari,“ sagði Norman, sem hafði Steve Williams á pokanum hjá sér um tíma.
„Við segjum líklega öll einhverja vitleysu á vitlausum tímum. Því miður urðu vitleysisummæli hans alþjóðlegar fréttir. Ég veit að hann sér líklega eftir að hafa sagt þetta. En ég fullyrði að í þessu herbergi þetta kvöld voru eflaust þungbærari pillur sem fuku.“
Heimild: Sky Sports
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024