Lexi Thompson
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 4. 2012 | 12:00

Spá í 18 liðum fyrir árið 2012

Golffréttamiðlar keppast nú við að koma með misgóðar golfspár fyrir árið 2012. Hvert af eftirfarandi atriðum er líklegast til að rætast?

1. Arnold Palmer verður næsti forseti Bandaríkjanna. Kylfingar standa saman gegn árásum Mitt Romney á Obama forseta og kjósa Arnold Palmer, sem 3. forsetaframbjóðandann. 26 milljónir kylfinga mæta á kjörstað til þess að kjósa  Arnie, sem vinnur kosningarnar í bráðabana í beinni á besta sýningartíma sjónvarpsstöðva í Dade County, Miami. Það kemur í ljós að allt sem kjósendur vildu var maður, sem gæti horfst í augu við þau, tekið í höndina á þeim og sagt: „Það verður allt í lagi.“

2. Caroline dömpar Rory… og tekur saman við Justin Timberlake. Caroline Wozniacki elskar stráka með krullur. Eftir vikulangt hjartasár og missis niðurskurðar bæði á Opna bandaríska og Opna breska nær Rory sér á strik aftur og sigrar á PGA Championship.

3. Tiger Woods sigrar the Masters á nostalgískan hátt. Tiger fer aftur að nota gamla Scotty Cameron pútterinn sinn og endurtekur leikinn frá 1997 og lýkur keppni -18 undir pari.

4. PGA Tour fer að nota sömu fíkniefnapróf og notuð eru á Ólympíuleikunum. Þegar meðaltal högglengdar á PGA TOUR fer yfir 300 yarda þá fer PGA Tour að nota sömu  HGH fíkniefnaprófin og notuð eru á Ólympíuleikunum í staðinn fyrir að testa bara golfútbúnaðinn.

5. Bandaríska golfsambandið segir:  “nú er nóg komið.” Bandaríska golfsambandið gerir það, sem það gerir best árið 2012: setur fleiri reglur. Tekin verður í gildi ný golfregla nr. 35-2-a um hámarkshraða golfbíla og golfregla 35-2-b, sem bannar alla göngu um golfvelli. Kylfingar verður nú að jogga eða hlaupa. PGA Tour heimilar atvinnukylfingum að vera í stuttbuxum til þess að auðvelda öll hlaupin um golfvellina.

6. Sergio hættir. Sergio Garcia hættir í golfi vegna slæms pútts á 15. flöt á Augusta, sem verður til þess að hann er ekki að keppa til úrslita og í skaphita sínum hendir hann öllu settinu í tjörnina.

7. Michelle Wie hættir. Michelle Wie útskrifast frá Stanford og hættir í golfi þegar hún gerir sér grein fyrir að hún getur grætt meiri pening og unnið minna með því að koma fram á Google.

8. Færðu þig Yani. Lexi Thompson dóminerar kvennagolfið.

9. “Bara af því að….” The Masters bannar notkun allra langra púttera og bumbupúttera.

10. Huckleberry John. John Daly sigrar PGA mót berfættur.

11. Sigur gömlu brýnanna Tom Lehman sigrar Opna breska á Royal Lytham & St Annes þegar hann vinnur Tom Watson í umspili.

12. Donald Trump dóminerar forsíðufréttirnar. The Donald býr til nýjan golfraunveruleikaþátt, skrifar söluhæstu golfbókina, sem út kemur 2012 og fær samþykkt að Opna breska 2020 fari fram á Trump International Golf Links in Scotland. Trump kaupir síðan vatnsrennibrautargarð nálægt Pine Valley staðhæfir að hann ætli að gera það að “The World’s Greatest Water Park Slide Casino in the World.” Hann reynir líka að kaupa Pine Valley og lofar að Pine Valley fái að vera í nýja nafninu þ.e.: “Trump International Golf and Water Park Casino at Pine Valley”.

13. Golfvellir hætta að taka niður bókanir fyrir rástíma. Golfklúbbarnir sjá loks að enginn bókar lengur með 7-10 daga fyrirvara golfspil á 21. öldinni.  Nú verða rástímar úthlutaðir í gegnum Twitter.

14. Business as usual. Golfvallareigendur halda áfram að vera pirraðir á efnahagnum og móður náttúru, en halda bara sínu striki.

15. Endurkoma kvartbuxnanna. Bubba Watson sigrar Opna bandaríska þökk sé felukvartbuxum sem hann var í, til heiðurs  Payne Stewart og Veterans.

16. Blátt er nýi liturinn. Taylor Made kemur fram með nýja línu af bláum kylfum, sem hlýtur nafnið “BlueBallz”.

17. Lexi leikur með strákunum. Lexi Thompson spilar á PGA móti í Colonial Country Club og nær niðurskurði. Hún er þó síðust í högglengd með aðeins 280 yarda.

18. Timberlake gengur til liðs við Golf Boys. Ben Crane og  company  fá nýjan hljómsveitarmeðlim þar sem er Justin Timberlake og saman býr nýja sveitin til nýtt myndband. Myndskeiðið slær í gegn á  YouTube, þar sem 20 milljónir horfa á það. Team Crane og Timberlake veita 4 milljónum nýrra kylfinga innblástur til að taka upp golfíþróttina.

Heimild: Free Birdie