Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 23. 2011 | 13:00

Sex bestu

„Sex bestu“ er hugtak sem fyrst komst inn í golfhugtakasafnið á árinu sem er að líða.  Sex bestu eru 6 eftirfarandi kylfingar, sem unnið hafa risamótstitla í röð og spila allir á Evrópumótaröðinni. Þetta eru:  Charl Schwartzel (Masters Tournament), Rory McIlroy (US Open), Darren Clarke (Opna breska) sem fóru að fordæmi Graeme McDowell (US Open), Louis Oosthuizen (Opna breska) og Martin Kaymer (US PGA Championship, en 3 síðastnefndu unnu sigra sína 2010.

Einn þessara risameistara, Darren Clarke, varð í gær 2. í vali á íþróttamanni ársins á Englandi en kosið er beinni sjónvarpskosningu á BBC. Íþróttamaður ársins í Bretlandi er hjólreiðamaðurinn Mark Canvendish, sem sigraði í Tour de France. Luke Donald, nr. 1 á heimslistanum og efsti maður peningalistans beggja vegna Atlantshafs, sem þó hefir ekki enn sigrað risamótstitil, varð nr. 4 í vali á íþróttamanni Bretlands