Ryo Ishikawa boðið að spila á Masters
Toppkylfingur Japan, Ryo Ishikawa, hefir nú í 2. skipti hlotið sérstakt boð um að spila á The Masters.
Ryo, 22 ára, fékk líka sérstakt boð um að spila á Masters 2009, en það var í fyrsta sinn sem hann spilaði á risamótinu.
Meðan að aðrir eins og Ernie Els og Retief Goosen verða að vinna fyrir þátttökurétti í mótinu þá getur Ishikawa farið að hlakka til 4. skiptisins, sem hann fær að taka þátt.
Framkvæmdastjóri Masters Billy Payne hafði eftirfarandi að segja um þetta: „Sögulega séð hefir Masters boðið erlendum kylfingum, sem ekki eiga þátttökurétt til þess að gera mótið alþjóðlegra.“
„Ryo Ishikawa er hæfileikaríkur kylfingur sem spilar á Japan Golf Tour og við höldum að þátttaka hans muni auka áhugann (á golfi) ekki aðeins í heimaríki hans heldur um alla Asíu.“
Á s.l. 10 árum er eini kylfingurinn utan Asíu, sem hlotið hefir sérstakt boð á Masters, Greg Norman, en það var árið 2002.
Goosen og Els eru sem stendur nr. 52 og nr. 65 á heimslistanum og verða að sigra mót á PGA Tour eða verða meðal efstu 50 í lok mánaðarins til þess að hljóta þátttökurétt í Augusta.
Heimild: Sky Sports
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024