Rory ánægður með erfiða mótadagskrá
(Reuters) – Umboðsmenn Rory McIlroy hafa slökkt elda háværs orðróms um að sigurvegari US Open sé að horfast í augu við „burnout“ þar sem hann spili í 9 mótum í 5 löndum næstu 11 vikurnar.
Rory kom til Seúl í dag en hann tekur þátt í Opna kóreanska og móti á Asíutúrnum sem hann lauk keppni í, í 3. sæti fyrir 2 árum síðan.
Hinn 22 ára (Rory) fer þaðan til Kína þar sem hann ásamt Lee Westwood, Ian Poulter og nr. 1 í Kína Liang Wen-taka þátt í China Golf Challenge, sem fram fer 10.-16. október en mótið er gert fyrir sjónvarp og felur í sér að spila 2-3 holur á 7 völlum á 7 dögum.
Þaðan fer Rory til Bermunda og tekur þátt í Grand Slam of Golf, með hinum sigurvegurum risamóta 2011. Það mót er dagana 18.-19. október.
Þaðan ferðast Norður-Írinn ungi til Tyrklands til þess að verja 4 dögum með kærestu sinni Caroline Wozniacki, sem er að keppa í lokamóti WTA í Istanbul dagana 25.-30. október.
Rory fer þaðan til Shanghai til þess að taka þátt í Shanghai Masters við Malaren-vatnið, dagana 27.-30. október og verður áfram í Kína til þess að taka þátt í WGC- HSBC Champions í Sheshan, en vinningsfé þar er $7 milljónir.
Hann fer síðan í 2 vikna frí í Asíu áður en hann og Graeme McDowell spila saman á Heimsbikarsmótinu á Hainan eyju í Kína, dagana 24.-27. nóvember.
Þessari erfiðu dagskrá McIlroy lýkur síðan með þáttöku hans í Hong Kong Open (verðlaunafé $ 2,75), the Dubai World Championship og Asia’s Tour Championship í Bangkok í desember.
Þrátt fyrir miklar ferðir og flug sem safnast upp telur umboðsmaður Rory, Andrew Chandler að Rory takist að hafa hemil á stressi.
„Það er engin ástæða til að hafa áhyggjur af því að Rory þjáist af „burnout“ bara af þeirri einni ástæðu að hann spilar ekki golf stóran hluta þess tíma sem hann er að heiman,“ sagði Chandler við fréttamenn.
„Hann er búinn að plana frí um miðbik dagskrár sinnar og hann hittir kærestu sína og horfir á tennist í Tyrklandi í nokkra daga.“
„Hvað sem öðru líður þá er það sem Rory er að gera ekkert öðruvísi en aðra tíma árs, vegna þess að kylfingar eins og Lee og Rory fá boð um að spila allsstaðar.“
„En þegar allt kemur til alls hefir Rory haldið dagskrá sína og þegar hún er krufin kemur í ljós að hann hefir virkilega ekki spilað svo mikð.“
„Hann spilaði á 9 mótum í Bandaríkjunum og í 9 mótum á Evróputúrnum, þannig að það eru aðeins 18 mót.“
„Og að því gefnu að það er ekki svo mikið annað golf sem rekst á (við dagskrá hans) þá sjáum við ekki að Rory muni eiga í nokkrum vandræðum.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024