Ragnheiður Jónsdóttir | október. 13. 2021 | 09:30

Renton Laidlaw látinn

Renton Laidlaw, sem var fæddur í Edinborg 1939 og bjó í Drumoig, í námunda við St. Andrews, Fife með systur sinni Jennifer, var lagður inn á Ninewells sjúkrahúsið í Dundee sl. laugardag, eftir að hafa greinst jákvæður fyrir Covid-19.

Í dag er hann, 82 ára, allur og með honum genginn goðsögn í golffréttaflutningi – þó svo honum sjálfum fyndist orðið goðsögn (ens.: legend) stórlega ofnotað.

Hér í þessu tilviki er goðsögn þó vel við hæfi.

Laidlaw byrjaði sem ljósritari á Pink News í ástkæru heimaborg sinni, Edinborg, áður en hann varð golffréttaritari Edinburgh Evening News.

Eftir nokkur í sjónvarpi, fyrst hjá STV síðan Grampian TV og loks BBC sem fréttaflytjandi þeirrar stöðvar í Edinborg, sneri hann aftur í golfskriftir hjá London Evening Standard.

Síðan byrjaði hann að sameina sjónvarps- og útvarpsverkefni um helgar og í 15 ár var hann golffréttmaður BBC í útvarpi.

Laidlow starfaði síðan fyrir British Satellite Broadcasting, sem Sky TV tók yfir, og að síðustu mátti heyra golffréttaflutning hans The Golf Channel.

Árið 2013 varð Laidlaw fyrsti golffréttamaðurinn, sem ekki var Bandaríkjamaður til þess fjalla um The Masters í 40 ár og gekk þar með í stjörnuprýddan hóp golffréttamanna.

Á ferli sínum sá hann um fréttaflutning frá 165 risamótum, þ.á.m 58 sinnum frá Opna breska 42 Masters mótum; auk 15 Ryder keppna.

Laidlaw hlaut Jack Nicklaus Memorial verðlaunin fyrir fréttamennsku í golfi og hlaut verðlaun fyrir ævistarf sitt frá PGA of America, PGA í Bretlandi, Skotlandi og Evrópu.

Fréttaskýrandi Sky Sports Golf og samstarfsmaður Laidlow  í Edinborg, Ewen Murray minntist Laidlow í skrifum á Twitter:

Ég kynntist Renton Laidlaw þegar ég var sjö ára. Hann var 22 ára og kom heim til foreldra minna á hverjum föstudegi til að fá sér te áður en hann kom fram í kvöldfréttum í Edinborg.“

Hann var leiðbeinandi minn í upphafi sjónvarpsferils míns. Hæfileikaríkur stjórnandi, einstakur maður í alla staði. Mörg hjörtu eru sár í kvöld. ”

Dougie Donnelly, annar risi í golffréttaflutningi, minntist einnig Laidlow, sem lýsti honum sem „kærum vini og samstarfsmanni“.

Hann bætti við: „Renton Laidlaw var framúrskarandi penni og útvarpsmaður og þótti öllum einlæglega vænt um hann, sem unnu með honum. (Hann) veitti mér og svo mörgum öðrum mikinn stuðning í gegnum árin. Hans verður sárt saknað.

Iain Carter, fréttaritari BBC í golfi, sagði að Laidlaw hefði verið „rödd golfsins í útvarpi BBC í svo mörg ár og risi á fjölda golfmiðlum“.

Paul Lawrie lýsti Laidlaw sem „yndislegum manni“ og Stephen Gallacher sagði að hann hefði verið „alger heiðursmaður og sönn rödd golfsins“.

Laidlaw var í sambandi golffréttaritara (ens.: Association of Golf Writers) frá árinu 1963 og gegndi þar ýmsum trúnaðarstörfum.

Hann var m.a. forseti  sambandsins í 10 ár áður en hann sté til hliðar árið 2015.

Golf 1 vottar Jennifer, systur Renton Laidlaw og öðrum vandamönnum hans og vinum; sem og samstarfsmönnum hans innilega samúð.