Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 8. 2012 | 16:30

Q-school LET: Tinna T-26 eftir 9 holur

Tinna byrjaði illa á La Manga fékk 2 skolla en spilaði allt á pari eftir það. Hún spilaði samt ekkert verr en margar aðrar – en einhver byrjunarskrekkur og taugaspenningur virðist vera meðal keppenda – margar að fá skolla eða skramba á fyrstu holunum.

Eftir 9 spilaðar holur er Tinna jöfn öðrum í 26. sæti.  Helst vildi maður flauta leikinn af hér (ef það væri hægt) því þær sem eru í 35 efstu sætum komast áfram – og skv. þessu væri Tinna komin áfram í lokaúrtökumót LET.

Til þess að fylgjast með göngu mála á La Manga smellið HÉR: