Pylsukastarinn vildi gera eitthvað „hugrakkt og hetjulegt“
Kaliforníubúi, sem var handtekinn fyrir að kasta pylsu að Tiger Woods í Frys.com Open sagði að hann hefði viljað gera eitthvað „hugrakkt og hetjulegt.“
Brandon Kelly frá Petaluma sagði í samtali við Santa Rosa Press Democrat á þriðjudaginn að hann væri aðdáandi Tigers og hefði fengið hugmyndina eftir að hafa horft á (kvikmyndina) Drive — sem er nýbyrjað að sýna, með Ryan Gosling í aðalhlutverki, sem leikur áhættuleikara í aksturssenum, sem hefir að aukastarfi að keyra flóttabíl afbrotamanna–.
„Ég henti pyslunni í átt að Tiger Woods vegna þess að ég var innblásinn af myndinni Drive,“ sagði Kelly. „Um leið og myndinni lauk hugsaði ég með sjálfum mér „ég verð að gera eitthvað hugrakkt og hetjulegt“. Ég verð að henda pylsu á flötina fyrir framan Tiger.“
Lögreglustjórinn í Santa Clara staðfesti við Associated Press í gær að hinn 31 ára Kelly hefði hent vínarpylsunni í átt að Woods.
Kelly var handtekinn fyrir að brjóta á friðhelgi einkalífs Woods eftir að æpa nafn Woods og henda pylsunni í áttina að honum á Frys.com Open í San Martin (Kaliforníu).
„Þegar ég leit upp var pylsan þegar komin á loft,“ sagði Tiger „En brauðið var svona hálfvegis að detta af henni.“
Tiger hætti við að pútta meðan á trufluninni stóð og endaði með því að missa 6 metra púttið fyrir fugli.
„Einhver náungi kom bara á flötina og hann var með pylsu og aulgjóslega… ég veit ekki hvernig hann reyndi að henda henni, en ég var að einbeita mér að púttinu mína þegar hann byrjaði að öskra,“ sagði Tiger eftir mótið „Það næsta sem ég vissi var að hann lá á jörðinni og leit út eins og hann vildi verða handtekinn vegna þess að hann… setti hendur fyrir aftan bak og sneri höfðinu.“
Kelly setti á Facebook síðu sína á sunnudaginn mynd af pylsunni í hendi hans fyrir framan stýrið í bíl sínum og hraðamælinum, sagði í frétt dagblaðsins.
Sgt. Jose Cardoza, talsmaður Santa Clara County Sheriff’s Office, sagði að brot Kelly myndi líklega verða afgreitt með sekt og samfélagsþjónustu.
(Kannski tilvalið að láta Kelley afplána samfélagsþjónustuna með því að afgreiða í pylsustand?)
Heimild: CBS Sports
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024