Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 24. 2014 | 06:00

PGA: Walker slær í fljúgandi fugl á Colonial – Myndskeið

Á 2. hring á Crowne Plaza Invitational á Colonial, sló Jimmy Walker teighöggið sitt í fugl á flugi og boltinn lenti í karga.

Atvikið átti sér stað á par-4 17. holunni á Colonial.

Engum sögum fer af líðan fuglsins, en hann virðist hafa haldið flugi sínu áfram og því vonandi í lagi með hann!

Sjá má myndskeið af teighöggi Jimmy Walker með því að SMELLA HÉR: