Ragnheiður Jónsdóttir | október. 8. 2018 | 10:00

PGA: Tway sigraði á Safeway – Hápunktar

Það var bandaríski kylfingurinn Kevin Tway, sem sigraði á Safeway Classic.

Mótið fór að venju fram í Silverado Resort and Spa í Napa, Kaliforníu.

Tway var jafn þeim Ryan Moore og Brandt Snedeker að loknu hefðbundnu 72 holu spili og varð því að koma til bráðabana milli þeirra.

Allir léku þeir á samtals 14 undir pari, 274 höggum; Tway (68 67 68 71); Snedeker (66 65 69 74) og Moore (67 67 73 67)

Það varð því að koma til bráðabana milli þeirra þriggja þar sem 18 hola Norðurvallar Silverado Resort var spiluð að nýju en þar datt Snedeker út á pari meðan Moore og Tway fengu fugla. Því var 18 holan spiluð að nýju og þar fengu báðir, Moore og Tway aftur fugl. Því var skipt um holu og par-4 10. holan spiluð. Þar fékk Tway fugl og óhugsandi að Moore gæti jafnað við hann þannig að Tway sigraði.

Mjög hvasst var á vellinum, þegar hinn 30 ára Kevin Tway vann 1. PGA Tour titil sinn í bráðabananum í gær, sunnudaginn 7. október. Kevin er sonur hins þekkta kylfings Bob Tway, sem sigraði 8 sinnum á PGA Tour og fylgdist með og táraðist þegar sonur hans sigraði. Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Kevin Tway með því að SMELLA HÉR: 

Til þess að sjá lokastöðuna á Safeway Classic SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta lokahrings Safeway Classic SMELLIÐ HÉR: