Ragnheiður Jónsdóttir | október. 6. 2018 | 23:59

PGA: Snedeker efstur f. lokahringinn á Safeway Open – Hápunktar 3. dags

Það er Brandt Snedeker, sem er efstur f. lokahring Safeway Open, sem er mót vikunnar á PGA mótaröðinni.

Snedeker er búinn að spila á samtals 16 undir pari, 200 höggum (66 65 69) og á 3 högg á þann sem er í 2. sæti, en það er landi Snedeker, Kevin Tway, sem spilað hefir á  13 undir pari, 203 höggum (68 67 68).

Í 3. sæti er síðan tiltölulega óþekktur kylfingur Sungjae Im frá S-Kóreu, en hann hefir spilað á 12 undir pari, 204 höggum (66 69 69).

Að venju fer mótið fram á Norðurvelli Silverado Resort, í Napa  Kaliforníu.

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Safeway Open SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá stöðuna á Safeway Open SMELLIÐ HÉR: