
PGA Q-school: Sam Saunders loksins að stíga fram úr skugga afa síns: Arnold Palmer
Birgi Leif gekk ekki sem skyldi í úrtökumóti fyrir PGA mótaröðina í Flórída. Þar er hann í hópi m.a. Ty Tryon, sem gekk t.a.m. ekki vel á 1. degi lokaúrtökumóti í PGA West Q-school í gær, spilaði á 78 höggum. Það sama er að segja um fyrrum PGA stjörnuna Boo Weekley, hann spilaði á 74 höggum.
Hins vegar gekk barnabarni Arnold Palmer, Sam Saunders vel á Nicklaus keppnisvellinum – hann kom inn á 68 höggum og steig þar með loks úr skugga afa síns, Arnold Palmer.
Á PGA West eru tveir vellir notaðir fyrir PGA Q-school: Stadium völlurinn, hannaður af Pete Dye, sem almennt er talinn erfiðari en Nicklaus keppnisvöllurinn. Á þessu lokaúrtökumóti fyrir PGA eru spilaðar 108 holur; 3 sinnum á hvorum velli.
Aðspurður hvað hann hefði lært sagði Saunders: „Að hafa þolinmæði. Oft vill maður að hlutirnir gerist hratt. Ég hef lært að láta hlutina bara gerast. Gera það sem ég get og láta hlutina falla í réttan farveg og halda áfram að vinna að því að svo verði.“
Saunders er ekki með andlegan golfþjálfa „Nei, ég er ekki með slíkan,“ upplýsti hann. „Pabbi… hann hjálpar mikið. En það er enginn sérstakur.“ Afi hans? „Við tölum saman. Hann lætur mig fá öll tæki sem ég þarfnast og öll þau ráð sem ég þarf að fá. En á þessu stigi er allt undir mér komið.“
Heimild: Golfweek
- febrúar. 23. 2021 | 22:00 Tiger lenti í bílslysi í Genesis GV80
- febrúar. 2. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jenny Sigurðardóttir – 2. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 18:00 PGA: Reed sigraði á Farmers Insurance Open
- febrúar. 1. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hildur Kristín Þorvarðardóttir – 1. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 08:00 Evróputúrinn: Casey sigraði á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 31. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Justin Timberlake – 31. janúar 2021
- janúar. 30. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (5/2021)
- janúar. 30. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Payne Stewart ——- 30. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erlingur Snær Loftsson – 29. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 14:45 Evróputúrinn: Detry leiðir í hálfleik á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 28. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Þórður Sigurel Arnfinnsson – 28. janúar 2021
- janúar. 28. 2021 | 12:00 Greg Norman selur „húsið“ sitt í Flórída
- janúar. 27. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Karine Icher —— 26. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 07:30 PGA Championship fer fram í Southern Hills 2022 í stað Trump Bedminster