Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2012 | 07:00

PGA: Nick O´Hern í 1. sæti á Frys.com Open – hápunktar og högg 1. dags

Það var Ástralinn Nick O´Hern sem stal senunni á upphafsdegi Frys.com Open í CordeValle golfklúbbnum í San Martin, í Kaliforníu í gær. Hann spilaði á heilum 9 undir pari vallar, 62 höggum; fékk 9 fugla og 9 pör.

„Að fá engan skolla er alltaf gott. Ég var að slá vel. En annars var ekkert sérstakt sem gerðist á hringnum. Það eina er kannski að mér tókst að vippa beint í holu utan flatar á 4. flöt þarna uppi á hæðinni. Það er alltaf erfiður kafli á hringnum 3., 4., 5. og 6. brautin. Ég komst í gegn þar á 2 undir pari sem er ansi sjaldgæft á þessum golfvelli held ég. Á síðasta ári fékk ég tvo fugla á tveimur hringjum.  Þannig að ég hef farið fram úr því núna. Þetta er ágæt byrjun, ég spilaði vel, en það er mikið eftir,“ sagði O´Hern að hringnum glæsilega loknum.

Öðru sætinu deila þeir Nicolas Colsaerts, sem er að reyna að fá kortið sitt á PGA; Jhonattan Vegas frá Venezuela, sem leiddi lengi framan af og Bandaríkjamaðurinn Derek Ernst. Allir spiluðu þeir á 6 undir pari, 65 höggum.

Í 5. sæti eru 5 kylfingar, allir á 5 undir pari, 66 höggum: Charles Howell III; John Mallinger, Jonas Blixt; Gary Woodland og Greg Owen.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Frys.com Open SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Frys.com Open SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá högg 1. dags á Fryscom Open sem Stuart Appleby átti  SMELLIÐ HÉR: