Ragnheiður Jónsdóttir | október. 15. 2011 | 21:30

PGA: Michael Thomspon leiðir á Sea Island fyrir lokahringinn

Það er Michael Thompson, sem er í 1. sæti á McGladreys á Sea Island í Georgíu. Thompson kom í hús á 67 höggum og er samtals búinn að spila á -13 undir pari þ.e. samtals 197 höggum (65 65 67).

Í 2. sæti, aðeins 1 höggi á eftir er Billy Horschel, sá sem leiddi í gær.  Þriðja sætinu deila Webb Simpson og Trevor Immelman frá Suður-Afríku á samtals 199 höggum, þ.e. 2 höggum á eftir Thompson.

Til þess að sjá stöðuna á McGladreys eftir 3. dag smellið HÉR: