Ragnheiður Jónsdóttir | október. 21. 2011 | 21:55

PGA: Luke Donald og Webb Simpson jafnir þegar CMN Hospital Classic er hálfnað

Luke Donald og Webb Simpson voru rétt í þessu að ljúka 2. hring á CMN Hospital Classic (Disney-mótinu) sem fram fer á Disney Magnolía golfvellinum við Lake Buena Vista í Flórida.

Báðir eru á samtals -7 undir pari, Webb spilaði á -3 undir pari í dag og Luke Donald á -1 undir pari og er Webb því búinn að ná upp 2 högga forystu, sem Luke hafði í gær.   Báðir eru á samtals 132 höggum Webb (68 69) en Luke (66 71).

Þeir sem leiða mótið eins og er, eru Bandaríkjamaðurinn Justin Leonard og Bio Kim frá Suður-Kóreu, en sá síðarnefndi átti m.a. frábært högg upp úr flatarglompu og beint ofan í holu á 14. flöt. Báðir eru Leonard og Kim á samtals -12 undir pari, hvor, þ.e. 132 höggum; Justin Leonard (69 63) og Bio Kim (67 65). Sjá má myndskeið með frábæru glompuhöggi Bio Kim HÉR: 

Sá, sem átti frábæran hring, var Svíinn Henrik Stenson, en ekkert hefir kveðið að honum í lengri tíma.  Henrik spilaði skollfrítt golf; fékk 6 fugla og 1 örn á par-5, 14. brautinni. Hann deilir forystunni með Leonard og Kim, hefir samtals spilað á -12 undir pari,  132 höggum (68 64).

Henrik Stenson

Sjá má stöðuna eftir 2. dag þegar CMN Hospital Classic (Disney-mótið) er hálfnað: CHILDREN MIRACLES NETWORK HOSPITAL CLASSIC