Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 7. 2023 | 18:00

PGA: Justin Rose sigraði á AT&T Pebble Beach Pro Am

Það var Justin Rose, sem stóð uppi sem sigurvegari á AT&T Pebble Beach Pro Am.

Sigurskor Rose var 18 undir pari, 269 högg (69 69 65 66).

Rose átti heil 3 högg á þá Brandon Wu og Brendon Todd, sem deildu 2. sætinu.

Fyrir sigur sinn í mótinu hlaut Rose $1,620,000 (u.þ.b. 239 milljónir íslenskra króna).

Justin Rose er fæddur 30. júlí 1980 og er því 42 ára. Þetta er 25. sigur hans sem atvinnumanns og 11. sigur hans á PGA Tour.

Sjá má lokastöðuna á AT&T Pebble Beach Pro Am með því að SMELLA HÉR: