Ragnheiður Jónsdóttir | september. 21. 2018 | 23:59

PGA: Justin Rose og Tiger efstir á Tour Championship í hálfleik

Það eru nr. 1 á heimslistanum, Justin Rose og sjálfur Tiger Woods, sem eru efstir og jafnir í hálfleik á Tour Championship.

Báðir hafa þeir spilað á samtals 7 undir pari, 133 höggum; Rose (66 67) og Tiger (65 68).

Í 3. sæti, aðeins 2 höggum á eftir er Rory McIlroy, á 5 undir pari, 135 höggum (67 68).

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Tour Championship SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá stöðuna á Tour Championship SMELLIÐ HÉR: