Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 17. 2022 | 23:00

PGA: Jordan Spieth sigraði á RBC Heritage e. bráðabana

Það var Jordan Spieth sem stóð uppi sem sigurvegari á RBC Heritage.

Eftir hefðbundið spila var Spieth efstur og jafn ásamt Patrick Cantlay, en báðir höfðu þeir spilað á 13 undir pari, 271 höggi; Spieth (69 68 68 66) og Cantlay (66 67 70 68).

Það varð því að koma til bráðabana milli þeirra, sem Spieth hafði betur í þegar á 1. holu, en par-4 18. braut Hilton Head vallarins var spilaður aftur og vann Spieth á pari.

Forystumaður 3. dags, Harold Varner III, varð í 3. sæti, sem hann deildi með 6 öðrum, en þeir spiluðu allir á 12 undir pari.

Sjá má lokastöðuna á RBC Heritage með því að SMELLA HÉR: