Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 3. 2012 | 09:00

PGA: Hyundai Tournament of Champions hefst n.k. föstudag á Hawaii

Nú á Þrettándanum n.k., 6. janúar 2012 hefst á Plantation Course í Kapalua, á Maui eyju á Hawaii, Hyundai Tournament of Champions – þar sem allir sigurvegarar PGA Tour á keppnistímabilinu 2011 keppa sín á milli. Þetta er opnunarmót PGA Tour keppnistímabilið 2012 og augljóslega það mót sem erfiðast er að hljóta þátttökurétt í.  Nokkrum fyrrum sigurvegurum á þessu móti er einnig boðið og í ár voru 39, sem áttu þátttökurétt á mótinu – 28 eru sigurvegarar á PGA Tour s.l. ár og af þeim eru 12, sem eru að spila á Tournament of Champions í fyrsta sinn. Alls eru 32 sem taka þátt.

Þetta er í 14. sinn sem sigurvegara-mótið er haldið – en þetta er í fyrsta sinn sem það fer fram á föstudegi og úrslitin ráðast ekki fyrr en 9. janúar n.k. Þetta mót, ásamt Deutsche Bank Championship er eina mótið sem lýkur á mánudegi.

Eini fyrrum sigurvegari mótsins, sem þátt tekur að þessu sinni er Jonathan Byrd, sem vann Robert Garrigus í 2 holu umspili fyrir ári síðan.

Skor í mótinu eru venjulega vel undir pari á þessu móti á Kapalua vellinum sem er par-73 og sá eini sinnar tegundar á keppnisskránni. Skv. tölfræði er mótið á meðal topp-6 þar sem flestir fuglar nást og lægsta meðaltalsskor. Hér reynir ekki mikið á pútt, fremur að ná sem flestum fuglum.

Mikill hæðarmismunur og vindar frá norð-austri hjálpa til við að völlurinn spilast mun styttri en 7.411 yarda (6777 metra) lengd hans á skorkortinu gefur til kynna.  Hitastigið er um 26°, þegar það er hæst. Rob Bolton hjá PGA TOUR hefir tekið saman lista, þar sem hann raðar þátttakendum á Hyundai Tournament of Champions upp eftir styrkleik, (að hans mati). Röðin er eftirfarandi:

Styrkleikaröðun á  Hyundai Tournament of Champions
Röð Leikmaður
Gary
WOODLAND
Webb
SIMPSON
Nick
WATNEY
Bill
HAAS
David
TOMS
Keegan
BRADLEY
Steve
STRICKER
Bubba
WATSON
Chris
KIRK
Rory
SABBATINI


11. Aaron Baddeley12. Martin Laird ; 13. K.J. Choi ; 14. Jonathan Byrd; 15. Jhonattan Vegas ; 16. Sean O’Hair ; 17. Brendan Steele;  18. Scott Piercy19. Johnson Wagner ; 20. Scott Stallings;  21. Harrison Frazar ;22. Kevin Na  23. Bryce Molder ; 24. Lucas Glover ; 25. D.A. Points ;  .26. Ben Crane ;  27. Mark Wilson  28. Michael Bradley.