
PGA: Hápunktar og högg 3. dags á Children´s Miracle Network Hospitals Classic
„Ég veit ekki hvernig ég er kominn þangað sem ég er í augnablikinu (þ.e.a.s. í 1. sætið á Children´s Miracle Network Hospitals Classic mótinu)“ sagði Charlie Beljan, degi eftir að þjást af andnauð, auknum hjartslætti, háum blóðþrýstingi og doða í handleggjum. Ég held að mesta hagræðið fyrir mig hafi verið að ég var ekki að hugsa um golf eða púttin eða vippin eða höggin eða sveilfuna.“
„Ég var bara að hugsa um heilsuna, eitt högg í einu, eina holu í einu. Þessar 36 holur voru bara fínar.“
„Ég myndi líklega segja að 99,9% líkur hefðu verið á því að ég myndi ekki spila á laugardeginum,“ sagði Beljan. „En ég kom í (gær)morgun og ég var hræddur og stressaður og miður mín út af öllu sem gerðist. Ég vissi ekki hvernig ég ætti að taka deginum í dag (laugardeginum), ef þessar tilfinningar kæmu aftur.“
En líkamlega leið honum vel. Golfið var aftur önnur saga – hann fékk skolla á fyrstu 3 holurnar og féll úr forystu. En hann kom aftur með 4 fuglum á næstu 8 holum.
„Andlega varð ég bara að fara aftur í það að segja við sjálfa mig að allt væri í lagi í staðinn fyrir að láta allt fara úr böndunum,“ sagði hann. „Mér finnst ég heppinn að sitja hér. Ég hélt alveg örugglega að ég myndi vera aftur í Arizona núna.“
„Líkamlega er allt í lagi.“
Fyrr í sumar fór hann til íþróttasálfræðingsins fræga Dr. Bob Rotella. Tveimur vikum síðar var Beljan á einu besta skori keppnistímabilsins 62 höggum á The Greenbrier Classic.
Beljan segir að Rotella sé kominn til að vera í framtíð hans sem og full rannsókn á sér á Mayo Clinic í Phoenix. En sem stendur er nýliðinn Charlie Beljan að horfa í að ná fyrsta sigri sínum á PGA Tour. Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist í kvöld.
Til þess að sjá stöðuna á Children´s Miracle Network Hospitals Classic eftir 3. dag SMELLIÐ HÉR:
Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Children´s Miracle Network Hospitals Classic SMELLIÐ HÉR:
Til þess að sjá högg 3. dags sem Charlie Beljan átti á Children´s Miracle Network Hospitals Classic SMELLIÐ HÉR:
Til þess að sjá viðtal við efsta mann mótsins Charlie Beljan SMELLIÐ HÉR:
Heimild: Byggt á grein Brian Wacker á vefsíðu PGA Tour
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024