Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 18. 2016 | 09:00

PGA: GMac gleymdi kylfu heima – ófrísk kona hans kom með 7-una

Eiginkona Graeme McDowell, Kristín er ófrísk að 2. barni þeirra hjóna.

Graeme eða GMac eins og hann er alltaf kallaður tekur þátt í Arnold Palmer Invitational, en þegar hann var mættur á mótsstað tók hann eftir að hann hafði gleymt 7-unni sinni heima.

Sem betur fer búa McDowell hjónin í glæsihýsi við Lake Nona rétt hjá mótsstað og kom Kristin færandi hendi með 7-una.

Ég var á æfingasvæðinu í morgun þegar Kenny og ég tókum eftir að ég var ekki með 7-una þar sem ég er venjulega með 2 golfpoka á Lake Nona þar sem ég æfði deginum áður,” sagði GMac.

Því miður var 7-járnið sem ég þarnaðist í vitlausum poka og enn heima á Lake Nona og ég kom því svo fyrir að Kristin kom með það hingað á Bay Hill.“

„Hún náði okkur á 13. braut (sem var 5. braut GMac á hringnum) og sem betur fer þurfti ég ekki að spila högg með 7-unni fram að þeim punkti á hringnum.“

GMac klárðai 1. hring á 1 undir pari, 71 höggi og er T-50, sem stendur – en í 1. sæti er Jason Day á 6 undir pari, 66 höggum eða heilum 5 höggum betri en GMac.

GMac var þó í góðu skapi í gær enda St. Patreksdagur þeirra Íra í gær (17. mars 2016) og sagði að slæmt gengi á hringnum myndi ekki aftra honum frá að halda upp á St. Pat´s Day með nokkrum Guinness-um!“