Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 27. 2020 | 23:59

PGA: English & Lewis efstir e. 1. dag The Honda Classic

Það eru enski kylfingurinn Tom Lewis og Harris English frá Bandaríkjunum, sem eru efstir og jafnir á The Honda Classic, sem er mót vikunnar á PGA Tour.

Mótið fer fram í Palm Beach Gardens, Flórída dagana 27. febrúar – 1. mars 2020.

Lewis og English luku báðir 1. hring á 6 undir pari, 66 höggum.

Sjá má stöðuna að öðru leyti á The Honda Classic með því að SMELLA HÉR:

Sjá má hápunkta 1. dags á The Honda Classic með því að SMELLA HÉR: