
PGA: Donald efstur í Disney
Eiginlega ætlaði Luke Donald ekki að taka þátt í síðasta mótinu á PGA mótaröðinni bandarísku, Children´s Miracle Network Hospital Classic, sem fram fer í Disney í Flórída (hér eftir nefnt Disney-mótið).
En gott gengi Webb Simpson á McGladreys í Sea Island í Georgíu varð til þess að Webb skaust fram úr honum og trónir nú í 1. sæti PGA peningalistans, með $363,029 forskot á Luke.
Luke Donald ætlar að reyna að verða í 1. sæti á peninglistunum beggja vegna Atlantsála og því keppnir hann í Disney-mótinu og er í holli með Webb fyrstu 2 daga mótsins.
Og mótið byrjar vel hjá Luke Donald. Hann kom inn á 66 höggum í gær, er -6 undir pari og deilir 1. sætinu eftir 1. dag með 6 öðrum kylfingum; Arjun Atwal frá Indlandi, Nathan Green frá Ástralíu og 4 Bandaríkjamönnum: James Driscoll, Gary Woodland, Scott Stallings og Derek Lamely.
T-8 eru aðrir 7 kylfingar þeirra á meðal Paul Stankowski og Webb Simpson spilaði á 68 höggum þ.e. -4 undir pari og er einn 13 kylfinga sem er T-15.
Þetta er því alveg ótrúlega jafnt mót og munur milli efstu 30 manna ekki mikill.
Luke Donald sagði í lok hringsis: „Ég myndi gjarna hafa viljað fá fleiri fugla (en 6). Ég hitti boltann ekki vel á nokkrum síðustu holunum. Ég hugsa að maður vilji græða á auðveldari völlunum og 6 fuglar og enginn skolli var frábær byrjun. Það var ekki auðvelt þarna úti. Vindurinn var sterkur, sem gerði kylfuvalið vandasamt.“
Sjá má stöðuna í Disney-mótinu ( Children´s Miracle Network Hospital Classic mótinu) með því að smella HÉR:
Til þess að sjá hápunkta 1. dags Disney mótsins smellið HÉR:
- ágúst. 13. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2022)
- ágúst. 13. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Ben Hogan og Garðar Rafn Halldórsson – 13. ágúst 2022
- ágúst. 13. 2022 | 15:00 Evróputúrinn: Haraldur Franklín á -1 á ISPS Handa World Inv. e. 3. dag
- ágúst. 12. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Birgit Henriksen – 12. ágúst 2022
- ágúst. 11. 2022 | 18:00 GSÍ: Fjöldi kylfinga á Íslandi aldrei verið meiri
- ágúst. 11. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Helga Laufey Guðmundsdóttir – 11. ágúst 2022
- ágúst. 10. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ellý Steinsdóttir – 10. ágúst 2022
- ágúst. 9. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erna Elíasdóttir —– 9. ágúst 2022
- ágúst. 9. 2022 | 14:00 Ágúst Ársælsson klúbbmeistari í Svíþjóð
- ágúst. 8. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Webb Simpson —— 8. ágúst 2022
- ágúst. 8. 2022 | 08:00 Evróputúrinn: Callum Shinkwin sigraði á Cazoo Open
- ágúst. 7. 2022 | 20:00 AIG Women’s Open 2022: Ashleigh Buhai sigraði!!!
- ágúst. 7. 2022 | 17:30 Íslandsmótið 2022: Kristján Þór og Perla Sól Íslandsmeistarar 2022!!!
- ágúst. 7. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Andri Páll Ásgeirsson – 7. ágúst 2022
- ágúst. 7. 2022 | 15:15 Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lauk keppni T-3 og Bjarki T-35 á Vierumäki Finnish Challenge