Ragnheiður Jónsdóttir | september. 14. 2019 | 01:00

PGA: Chappell á 59!!!

Bandaríski kylfingurinn, Kevin Chappell spilaði á sögulegum 59 höggum á móti vikunnar á PGA Tour, „A Military Tribute at the Greenbrier“.

Hann er aðeins 10. kylfingurinn í sögu PGA Tour til þess að spila á þessu draumaskori flestra…. og það í móti á PGA Tour.

Á hringnum glæsilega fékk Chappell hvorki fleiri né færri en 11 fugla og komu fyrstu 3 á 1. 5. og 7. holu Old White TPC og síðan hinir 8 í röð frá 11.-18. holu!!!

Ótrúlega glæsilegt!!!

Skorið glæsilega varð til þess að Chappell fór upp 110 sæti á The Greenbrier og situr nú í 5. sæti skortöflunnar á samtals 10 undir pari, 130 höggum (71 59).

Til þess að sjá stöðuna á The Greenbrier SMELLIÐ HÉR: