PGA: Bryce Molder vann Frys.com Open eftir 6 holu umspil við Briny Baird – Tiger í 30. sæti
Það voru 2 fremur óþekktir bandarískir kylfingar, sem kepptu um 1. sætið í Frys.com Open: Bryce Molder og Briny Baird. Báðir voru að keppa um 1. sigur sinn á PGA mótaröðinni og um að halda korti sínu. Bryce Molder er nr. 108 á heimslistanum en Briny Baird nr. 269, en fróðlegt verður að sjá hvar þeir verða seinna í dag þegar nýr heimslisti verður birtur.
Báðir voru jafnir að loknum hefðbundnum 18 holum; búnir að spila á samtals -17 undir pari, á samtals 267 höggum; Briny Baird (67 69 64 67) og Bryce Molder (71 67 65 64).
Þannig að það varð að koma til umspils og til þess kom svo sannarlega – en ekki tókst að knýja fram úrslit fyrr en eftir lengsta 2 tíma, 6 holu umspil ársins 2011.
Bryce Molder veit betur en margur annar að það er ekkert öruggt í golfi. Svo var reyndar ekki fyrir 10 árum þegar hann útskrifaðist úr Georgia Tech eftir að hafa verið All-American í golfi öll 4 árin.
Molder knúði fram sigur þegar hann setti niður 2 metra pútt á 6. holu umspils fyrir fugli og hafði þar með betur en Briny Baird.
„Þetta er allt svolítið súrrealískt núna,” sagði Molder eftir sigurinn.
Báðum, Baird og Molder hefir líklega fundist þeir eiga sigurinn vísan á stundum – en skiptust síðan á um að jafna fugl hins eða par á 17. og 18. holum CordeValle vallarins, en holurnar voru spilaðar til skiptis. Þrisvar sinnum tók Molder upp dræver á 284 yarda 17. holuna og sló yfir vatnið og púttaði fyrir erni örlítið nær í hvert sinn en öll púttin fóru fram hjá.
Á 4. holu umspilsins, fannst manni líklegt að Baird myndi standa uppi sem sigurvegari þegar dræv Molder lenti í torfærunni. En Molder tókst að ná boltanum upp út vatninu með ótrúlegum hætti, en wedgehögg Baird hitti flaggið og spannst tilbaka 4 metra fyrir pútti, sem hann missti síðan.
„Maður æfir stöðugt og vinnur en vonar bara að maður uppskeri einhvern tímann,” sagði Molder, sem vann eftir sigurlausa þrautagöngu í 132. mótum. „Mér fannst ég ekki eiga skilið að sigra. Ég reyndi bara að róa mig niður og spila.”
Það var mikið drama.
Tiger Woods deildi 30. sætinu með 5 öðrum, var á samtals -7 undir pari, þ.e. 277 höggum (73 68 68 68). Honum tókst sem fyrr að komast í fréttirnar þegar áhorfandi kastaði pylsu í áttina að honum þegar Tiger var að pútta á 7. flöt. Þessi 31 ára maður var handtekinn og tókst aldrei að komast nálægt Tiger. „Eg hugsa að honum hafi bara langað að komast í fréttirnar,” sagði Tiger og ég er viss um að honum hafi tekist það.”
Að loknu umspilinu sagði Briny Baird, sem er sigurlaus í þeim 348 mótum sem hann hefir spilað í á 12 árum: „Augljóslega er þetta meira en vonbrigði núna – Ég hélt að ég myndi standa í sporum Bryce. Ég hafði mín tækifæri. Þegar maður fær þau þarf maður að setja niður pútt.” Briny missti tvívegis af fuglapúttum á 18. í umspilinu missti af 2,5 metra færi og 4 metra pútt.
Ef það er einhver huggun þá fékk hann $ 540.000 (tæpar 64 milljónir íslenskra króna) og fær aftur kortið sitt á PGA fyrir næsta ár.
Sjá má úrslit í Frys.com Open með því að smella HÉR:
Sjá má hápunkta á fjórða hring Frys.com Open HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024