Ragnheiður Jónsdóttir | október. 15. 2011 | 02:00

PGA: Billy Horschel leiðir þegar McGladreys er hálfnað

Það var nýliðinn Billy Horschel sem skaust í 1. sætið á lokametrum 2. hrings McGladreys á  Sea Island. Hann er búinn að spila báða hringina á samtals -12 undir pari, þ.e. samtals 128 höggum (64 64).

Billy Horschel er nr. 139 á peningalistanum og er með góðri frammistöðu að reyna að halda kortinu sínu á PGA, en til þess þarf hann að vera meðal efstu 125. Eftir hringinn sagði Horschel: „Ég hef engar áhyggjur af því að vera nr. 139 – ég hef áhyggjur ef ég spila ekki vel hér.”

Webb Simpson og Michael Thompson deila 2. sætinu. Báðir eru búnir að spila á – 10 undir pari á samtals 130 höggum; Simpson (63 67) og Thompson (65 65) og eru þeir því 2 höggum á eftir Horschel.

Louis Oosthuizen og Ástralinnn Nick Hern deila 4. sætinu á – 8 undir pari.

Það voru 72 sem héldu áfram keppni í gær en niðurskurður var miðaður við -1 undir pari. Meðal manna sem ekki náðu niðurskurði í gær er styrktaraðili mótsins Davis Love III, en hann var 1 höggi frá því að komast í gegn.

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á McGladrey Classic smellið HÉR:

Til þess að sjá stöðuna á McGladrey Classic þegar mótið er hálfnað smellið HÉR: