Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 20. 2012 | 02:00

PGA: Bill Haas sigraði á Northern Trust Open eftir umspil – hápunktar og högg 4. dags

Það var Bill Haas, sem stóð uppi sem sigurvegari á Northern Trust Open á Riviera eftir 2 holu umspil við þá Keegan Bradley og Phil Mickelson, sem deildu 2. sætinu.  Allir voru búnir að spila á samtals -7 undir pari. eftir 72 holur og varð því að koma til umspils milli þeirra. Bill vann á 2. holu umspils þegar hann setti niður 13 metra fuglapútt, sem hinir tveir gátu ekki jafnað. Því stóð Bill Haas uppi sem sigurvegari.

Fjórða sætinu deildu 4 kylfingar þ.á.m. Sergio Garcia og Dustin Johnson á samtals -5 undir pari hver.  Van Pelt, Holmes og Byrd deildu 8. sætinu á -4 undir pari og í 11. sæti voru Jim Furyk og Aaron Baddeley á -3 undir pari, samtals hvor.

Til þess að sjá úrslitin á Northern Trust Open smellið HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 4. dags á Northern Trust Open smellið HÉR: 

Til þess að sjá högg lokahringsins, sem Bill Haas átti, þ.e. 13 metra fuglapúttið hans á 2. holu umspilsins, sem tryggði honum sigurinn smellið HÉR: